• mán. 19. sep. 2011
  • Landslið

U19 kvenna - Ísland öruggt í milliriðla eftir sigur á Kasakstan

Byrjunarlið U19 kvenna gegn Kasakstan í undankeppni EM.  Leikið á Selfossi
JGK_5847

Stelpurnar í U19 tryggðu sig áfram í milliriðla EM eftir sigur á Kasakstan í dag en leikið var á Selfossi.  Lokatölur urðu 3 - 0 fyrir Ísland og komu öll mörkin í fyrri hálfleiknum. 

Fyrsta markið kom eftir aðeins 20 sekúndur og var heimastúlkan Guðmunda Brynja Óladóttir þar á ferðinni.  Hildur Antonsdóttir bætti við öðru marki á 26. mínútu og fyrirliðinn Fjolla Shala skoraði þriðja markð mínútu fyrir leikhlé. 

Íslenska liðið réð áfram ferðinni í síðari hálfleiknum, eins og í þeim fyrri, en þrátt fyrir góð tækifæri urðu mörkin ekki fleiri.  Þessi sigur þýðir að íslensku stelpurnar eru öruggar um sæti í milliriðlum þegar ein umferð er eftir.

Ísland mætir Wales á Fylkisvelli næstkomandi fimmtudag í lokaumferðinni og hefst leikurinn kl. 16:00.  Wales lagði Slóveníu örugglega í dag, 4 - 1, en leikið var í Sandgerði.  Wales og Ísland hafa sex stig eftir tvo fyrstu leikina og eru bæði örugg áfram.

Slóvenía og Kasakstan leika einnig í lokaumferðinni og fer sá leikur fram á Varmárvelli kl. 16:00.

Myndir frá leiknum