• lau. 17. sep. 2011
  • Landslið

Kristín María hitti í slána

Icelandair
Icelandair-logo-stel-www

Í hálfleik á viðureign Íslands og Noregs í undankeppni EM kvenna 2013 spreyttu fjórir vallargestir sig í erfiðri en skemmtilegri þraut.   Þrautin felst í því að spyrna knetti frá vítateigsboganum (efst á boganum) með það fyrir augum að hitta þverslána.  Hver og einn af þessum fimm fékk aðeins eina tilraun, og vinningurinn af glæsilegri tegundinni - ferð fyrir tvo til útlanda með Icelandair!

Það er skemmst frá því að segja að einn þátttakandinn, Kristín María Ingimarsdóttur úr Mosfellsbænum, smellhitti slána með glæsilegum tilþrifum, og fagnaði að vonum ógurlega, ásamt öðrum vallargestum.  Við Óskum Kristínu Maríu innilega til hamingju með þetta.

Þessir aðilar voru dregnir út af handahófi í gegnum miðasölukerfi Miða.is.  Aðeins var dregið úr seldum miðum, þannig að þeir sem fá miða eftir öðrum leiðum (heiðursstúka, fjölmiðlar, samstarfsaðilar KSÍ), verða ekki í pottinum.

Það er því um að gera að kaupa miða á næsta leik Íslands, gegn Belgíu á miðvikudag, og komast þannig í pottinn fyrir þann leik.