• lau. 17. sep. 2011
  • Landslið

Frítt fyrir börn, öryrkja og ellilífeyrisþega á Ísland – Belgíu

Við erum öll í íslenska landsliðinu!
ahorfendur-10

KSÍ býður börnum 16 ára og yngri, öryrkjum og ellilífeyrisþegum, ókeypis aðgang að landsleik Íslands og Belgíu í undankeppni EM kvenna sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 21. september kl. 19:30.

Börn yngri en 16 ára þurfa ekki að fá miða heldur er nóg að mæta á völlinn.  Það sama má segja um öryrkja og ellilífeyrisþega sem fá aðgang með því að sýna viðeigandi skírteini við innganginn

KSÍ vill hvetja fólk til að nýta tækifærið, koma á Laugardalsvöll og styðja við bakið á stelpunum okkar í þessum mikilvæga leik í undankeppni EM 2013.

Miðasala á leikinn er í gangi í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is og er miðaverð 1.000 krónur fyrir fullorðna, 17 ára og eldri.