Riðill í undankeppni EM U19 kvenna leikinn hér á landi
Um þessar mundir fer fram undankeppni EM U19 landsliðs kvenna. Keppt er í 10 riðlum víðs vegar í Evrópu og eru liðin að keppast um sæti í milliriðlum, sem fram fara um mánaðamótin mars/apríl 2012, með það fyrir augum að komast í úrslitakeppnina í Tyrklandi júlí 2012.
Einn riðillinn í undankeppninni fer fram hér á landi og í honum leika Ísland, Wales, Kasakstan og Slóvenía. Sigurvegarar riðlanna, liðin í öðru sæti og liðið með bestan árangur í 3. sæti riðlanna fara í milliriðla.
Aðgangur að öllum leikjunum er ókeypis - Allir á völlinn, styðjum leikmenn framtíðarinnar!