• mán. 29. ágú. 2011
  • Landslið

A landslið karla - Breytingar á hópnum fyrir leiki gegn Noregi og Kýpur - Uppfært

A landslið karla
ksi-Akarla

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert fjórar breytingar á landsliðshópnum er mætir Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012.  Inn í hópinn koma þeir Steinþór Freyr Þorsteinsson, Matthías Vilhjálmsson, Hallgrímur Jónasson og Guðmundur Kristjánsson.  Þeir koma í stað Hermanns Hreiðarsson, Heiðars Helgusonar, Gylfa Þórs Sigurðssonar og Arons Einars Gunnarssonar.  Allir eiga þeir við meiðsli að stríða og geta því ekki verið með að þessu sinni. 

Þó er möguleiki á því að Aron Einar verði leikfær fyrir leikinn gegn Kýpur sem fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 6. september.

Uppfært! Gunnleifur Gunnleifsson meiddist í leik með FH í Pepsi-deildinni í kvöld, mánudagskvöld, og getur ekki verið með í Noregi. Í hans stað kemur Hannes Halldórsson, markvörður KR-inga.