• mið. 10. ágú. 2011
  • Fræðsla

Breyting á þjálfarasáttmála UEFA

UEFA
uefa_merki
Sú breyting hefur verið gerð á þjálfarasáttmála UEFA að öll leyfi renna út um áramót í stað þess að miðað sé við þann dag sem prófið var tekið.  Þjálfari sem tekur skriflega UEFA B prófið 20. febrúar 2011 er þannig með leyfi til 31. desember 2014. Fyrir þá dagsetningu þarf viðkomandi þjálfari að sýna fram á 15 tíma í endurmenntun til að fá sín réttindi framlengd til 31. desember 2017.
Knattspyrnusamband Íslands mun ekki fara þá leið að búa til ný skírteini fyrir alla þjálfara þó þessi breyting hafi verið gerð.
Nánari útskýringar á reglum fræðslunefndar um endurmenntun má finna undir Endurmenntun knattspyrnuþjálfara í valmyndinni hér vinstra megin.
Þar má einnig sjá skjöl sem segir til um hvenær réttindi UEFA A og UEFA B þjálfara renna út. Rétt er að útskýra muninn á t.d. KSÍ A þjálfara og UEFA A þjálfara.  Þetta er í raun sama þjálfaragráðan, en KSÍ A þjálfarar eru þeir sem hafa útskrifast hjá KSÍ. UEFA A þjálfarar sóttu sitt þjálfaranám erlendis og hafa skilað afriti af sinni þjálfara diplomu til KSÍ.