NM U17 karla - Riðlakeppninni lýkur í dag
Í dag fara fram lokaleikirnir í riðlakeppni Norðurlandamóts U17 karla og verður leikið í dag á Dalvík og á Húsavík. Mikil spenna er fyrir lokaumferðina og margir möguleikar í spilinu en leikið verður um sæti á sunnudaginn og fara þeir leikir fram á Akureyri og Grenivík.
Leikir A riðils fara fram á Dalvík í dag en kl. 13:00 mætast Noregur og Færeyjar og strax á eftir, eða kl. 15:00, leika Ísland 1 og England. Það má búast við miklu fjöri á Dalvík enda stór helgi þar á bæ þar sem Fiskidagurinn mikli verður haldinn hátíðlegur á morgun.
Á Húsavík fara fram leikir B riðils og kl. 14:00 mætast Ísland og Danmörk en kl. 16:00 er komið að leik Finnlands og Svíþjóðar.
Byrjunarlið Ísland 2 gegn Danmörku