• fim. 04. ágú. 2011
  • Fræðsla

Knattspyrnusamband Íslands kynnir Þjálfaraskóla KSÍ

Þjálfari að störfum
coaching4

Knattspyrnusamband Íslands kynnir Þjálfaraskóla KSÍ.  Aðildarfélög KSÍ og starfandi knattspyrnuþjálfarar hjá þeim geta haft samband við fræðsludeild KSÍ og fengið leiðbeinanda frá KSÍ í heimsókn á 3-4 æfingar.  Þjálfarinn fær einstaklingskennslu/leiðsögn frá leiðbeinandanum við sínar raunverulegu aðstæður við að þjálfa sinn flokk.  Með þessu styður KSÍ enn frekar við þjálfaramenntun og starf félaganna.

Markmiðið með Þjálfaraskóla KSÍ er að veita þjálfurum tækifæri til að fá reynslumikinn leiðbeinanda sem veitir viðkomandi þjálfara einstaklingskennslu.  Með þessu deilist verðmæt þekking sem styrkir starf og hæfni þjálfarans.  Þjálfaraskóli KSÍ snýst þannig um að hæfur og reynslumikill þjálfari (leiðbeinandi) nýti reynslu sína og færni í að hjálpa öðrum þjálfara að verða betri í sínu starfi með því að gefa af sér og deila þekkingu sinni og reynslu.  Einstaklingskennsla er frábær leið til að læra.

Þjálfaraskóli KSÍ