• þri. 02. ágú. 2011
  • Landslið

NM U17 karla - Knattspyrnuveisla á Norðurlandi

U17 landslið karla
ksi-u17karla

Í dag hefst Norðurlandamót U17 karla og verður það leikið víðsvegar um Norðurland.  Ísland er að þessu sinni með tvö lið í mótinu en aðrar þjóðir eru: Færeyjar, Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland og England.  Leikirnir í dag fara allir fram á Akureyri, á Akureyrarvelli og Þórsvelli.  Vakin er athygli á breyttri tímasetningu á leik Danmerkur og Finnlands en hann hefst kl. 19:00 í kvöld.

Einnig verður leikið á Ólafsfirði, Sauðárkróki, Húsavík og Dalvík.  Næstu leikir mótsins fara fram á morgun, miðvikudag og síðasta umferð riðlakeppninnar fer svo fram á föstudaginn.  Leikið verður svo um sæti sunnudaginn 7. ágúst og fara þeir leikir fram á Akureyri og á Grenivík.

Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til þess að fjölmenna á þessa leiki og sjá knattspyrnustjörnur framtíðarinnar í hörkuleikjum.

A riðill

B riðill