HM 2014 - Ísland í riðli með Noregi
Í dag var dregið í riðla í undankeppni fyrir HM 2014. Drátturinn fór fram í Ríó en úrslitakeppnin 2014 fer einmitt fram í Brasilíu. Ísland í E riðli og leikur í riðli með Noregi, Slóveníu, Sviss, Albaníu og Kýpur.
Sigurvegarar riðlanna tryggja sér sæti í úrslitakeppninni 2014 en þær átta þjóðir sem bestan árangur hafa í öðru sæti riðlanna, munu leika umspilsleiki um þau fjögur sæti sem eftir standa.
Leikir undankeppninnar munu fara fram á bilinu frá 7. september 2012 til 15. október 2013 en umspilsleikirnir verða leiknir á tímabilinu 15. - 19. nóvember 2013.