• fim. 28. júl. 2011
  • Landslið

EM U17 kvenna - Spánverjar of sterkir

Byrjunarlið Íslands gegn Spáni í undanúrslitum EM U17 kvenna í Nyon
2011-U17-kvenna-byrjunarlidid-gegn-Spanii

Stelpurnar í U17 biðu lægri hlut gegn Spánverjum í undanúrslitum EM U17 kvenna en leikið var í Nyon í Sviss.  Lokatölur urðu 4 - 0 fyrir Evrópumeistara Spánverja sem leiddu í leikhléi 3 - 0.  Ísland mun því leika um 3. sætið á sunnudag en Spánverjar leika til úrslita á mótinu.

Spænska liðið tók völdin strax í byrjun og höfðu undirtökin allan fyrri hálfleikinn.  Íslenska liðið komst aldrei í takt við leikinn og Spánverjar gengu til búningsherbergja með þriggja marka forystu.

Í síðari hálfleik gekk íslenska liðinu mun betur að stöðva sóknir spænska liðsins en náði ekki að ógna marki Spánar.  Lokamarkið var sjálfsmark íslenska liðsins og Spánverjar fögnuðu því verðskulduðum sigri í leikslok og sæti í úrslitaleiknum.

Ísland mun því leika um 3. sætið á mótinu og mæta þar annað hvort Þýskalandi eða Frakklandi en þessar þjóðir eigast við síðar í dag.  Sigurvegari þeirrar viðureignar mætir Spánverjum í úrslitaleiknum.  Leikirnir um sætin fara fram á sunnudaginn og hefst leikurinn um 3. sætið kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Sá leikur verður í beinni útsendingu á íþróttastöðinni Eurosport.

EM U17 kvenna á uefa.com

Byrjunarlið Íslands gegn Spáni í undanúrslitum EM U17 kvenna í Nyon