• mið. 27. júl. 2011
  • Landslið

U17 kvenna - Góðar aðstæður í Sviss

Hópur U17 kvenna í úrslitakeppni EM í Sviss
2011U17-i-Sviss-Hopmynd

Vel fer um hópinn og fylgdarlið hjá U17 kvenna í Nyon í Sviss en framundan er úrslitakeppni EM.  Leikið verður gegn Spáni í undanúrslitum á morgun, fimmtudaginn 28. júlí, kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn, eins og allir leikir keppninnar, verða sýndir á íþróttastöðinni Eurosport.

Aðstæður eru eins og best verður á kosið í Nyon en allir leikir keppninnar fara fram á Colovray vellinum sem er skammt frá höfuðstöðvum UEFA.  Hópurinn sótti fund með dómurum keppninnar í gærkvöldið en öll lið keppninar gista á sama hóteli í Nyon við góðan viðgjörning.

Í dag er svo blaðamannafundur í höfuðstöðvum UEFA þar sem Þorlákur Árnason situr fyrir svörum.

Mikil tilhlökkun er í hópnum og allir leikmenn heilir og tilbúnir í slaginn við Spánverja á morgun.

U17 kvenna

EM U17 kvenna á uefa.com