U17 karla - Hóparnir valdir fyrir Norðurlandamótið
Dagana 2. - 7. ágúst fer fram Norðurlandamót U17 karla og fer það fram hér á landi að þessu sinni. Mótið fer fram víðsvegar um Norðurland og að þessu sinni verður Ísland með 2 lið á mótinu. Ísland 1 er í riðli með Englandi, Færeyjum og Noregi en Ísland 2 í riðli með Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð.
Þjálfararnir Gunnar Guðmundsson og Freyr Sverrisson munu stjórna liðunum og hafa þeir valið hópana sem sjá má hér að neðan ásamt dagskrá hvors liðs.