• þri. 05. júl. 2011
  • Landslið

Norðurlandamót stúlkna - Franskur sigur þrátt fyrir frábæra byrjun

Byrjunarliðið gegn Frökkum á Norðurlandamóti stúlkna í Finnlandi
2011-Nordurlandamot-stulkna-i-Finnlandi---Byrjunarlidid-gegn-Frokkum

Íslensku stelpurnar léku sinn annan leik á Norðurlandamótinu í Finnlandi í dag.  Mótherjarnir voru Frakkar sem höfðu 3 - 2 sigur í mjög kaflaskiptum leik.  Íslenska liðið réð lögum og lofum í fyrri hálfleiknum og leiddi í leikhléi 2 - 0.   Elín Metta Jensen kom Íslandi yfir á 10. mínútu og Hanna Kristín Hannesdóttir bættu við öðru marki á 27. mínútu.

Franska liðið gerði fjórar breytingar í leikhléi, mættu mjög ákveðnar til leiks og stjórnuðu seinni hálfleiknum algjörlega.  Þær skoruðu 2 mörk á fyrstu fjórum mínútum seinni hálfleiks og bættu við sigurmarkinu á 60. mínútu.  Íslenska liðið sótti nokkuð í sig veðrið undir lok leiksins en það voru Frakkar sem fögnuðu sigri í leikslok.

Íslenska liðið gerði jafntefli gegn Þjóðverjum í fyrsta leik sínum.  Síðasti leikur liðsins í riðlakeppninni er á fimmtudaginn þegar Norðmenn verða andstæðingarnir.  Sá leikur hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Leikið verður svo um sæti á laugardaginn.

Leikskýrsla