• mán. 04. júl. 2011
  • Landslið

Norðurlandamót stúlkna - Jafntefli gegn Þjóðverjum

Byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi á Norðurlandamót stúlkna í Finnlandi
2011 U16-(U17)-kvenna-Thyskaland

Stelpurnar í stúlknalandsliðinu gerðu jafntefli gegn Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins á Norðurlandamótinu sem fram fer í Finnlandi.  Lokatölur urðu 1 - 1 eftir að staðan hafði verið markalaus í leikhléi.  Elín Metta Jensen gerði mark Íslands úr vítaspyrnu í síðari hálfleik en Þjóðverjar jöfnuðu strax mínútu síðar.

Mótshaldarar hafa þannig háttinn á að ef leikir enda með jafntefli þá fer fram vítaspyrnukeppni.  Ef að þjóðirnar verða jafnar að stígum í riðlinum þá munu úrslitin í vítaspyrnukeppninni ráða röð liðanna.  Þannig fór að íslensku stelpurnar höfðu betur í vítaspyrnukeppninni, skoruðu 4 mörk gegn 3 Þjóðverja.

Svo sannarlega góð byrjun en það er skammt stórra högga á milli því strax á morgun mæta stelpurnar frönskum stöllum sínum og hefst sá leikur kl. 12:00 að íslenskum tíma.  Frakka og Norðmenn gerðu jafntefli í dag í hinum leik riðilsins, 2 - 2.

Byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi á Norðurlandamót stúlkna í Finnlandi