• mið. 29. jún. 2011
  • Dómaramál

Magnús og Þóroddur dæma í Evrópudeild UEFA

Evrópudeildin
Europa-League-logo

Íslenskir dómarar verða á ferðinni í Evrópudeild UEFA á næstunni.  Áður hefur verið getið um Þorvald Árnason sem dæmir í Litháen í þessari viku og nú er ljóst að fleiri íslenskir dómarar verða í eldlínunni í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Magnús Þórisson mun dæma síðari viðureign Cliftonville frá Norður Írlandi og The New Saints frá Wales en leikurinn fer fram í Belfast.  Honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Gylfi Már Sigurðsson og fjórði dómari verður Örvar Sær Gíslason.

Þóroddur Hjaltalín dæma leik Häcken frá Svíþjóð og UN Käerjéng 97 frá Lúxemborg en þetta er sömuleiðis síðari viðureign félaganna.  Leikið verður í Gautaborg og Þóroddi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson.  Fjórði dómari verður Erlendur Eiríksson.

Báðar þessar viðureignir fara fram fimmtudaginn 7. júlí næstkomandi.

Þóroddur HjaltalínMagnús Þórisson