Sektarsjóður U21 karla afhentur
Í dag var sektarsjóður U21 karlalandsliðsins afthendur til söfnunarátaksins "Meðan fæturnir bera mig". Í þeirri söfnun var verið safna fyrir krabbameinsjúk börn en þau Signý Gunnarsdóttir,
Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Alma María Rögnvaldsdóttir og Guðmundur Guðnason hlupu þá í kringum landið.
Leikmenn sjálfir héldu uppi sektarsjóðnum en í Danmörku sáu leikmenn um að sekta hvorn annan fyrir ýmsar yfirsjónir. Það voru svo leikmennirnir Haraldur Björnsson, Guðmundur Kristjánsson og Óskar Pétursson sem afhentu forsvarsmönnum söfnunarinna afraksturinn sem var 300.000 krónur.
Á myndinni má sjá leikmennina með þau Katrínu Guðmundsdóttur og Gunnar Hrafn Sveinsson (Krumma) í fanginu. Með þeim eru svo þau Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Signý Gunnarsdóttir og Alma María Rögnvaldsdóttir.