• fös. 10. jún. 2011
  • Fræðsla

Hvað kostar að taka þjálfaragráðu á Norðurlöndunum?

Frá útskrift KSÍ A þjálfara 4. júní 2011
KSI-A-thjalfarar-2011

Nú á dögunum útskrifaði KSÍ 35 þjálfara með KSÍ A gráðu sem ber vott um þann mikla metnað sem þjálfarar hafa hér á landi.  Fræðsludeildin hefur gert samanburð kostnaði við að taka þessar þjálfaragráður og leitaði upplýsinga hjá hinum Norðurlandaþjóðunum.  Það kom í ljós að það er ódýrast að taka þessar gráður hér á Íslandi.

Hvað kosta UEFA B, UEFA A og UEFA Pro gráðurnar á Norðurlöndum?
Land UEFA B UEFA A Samtals (UEFA B og UEFA A) Mismunur UEFA Pro
Danmörk 325.600 1.160.000 1.485.600 1.048.600 (240%) 1.900.000
Finnland 228.000 501.600 729.600 292.600 (67%) 1.064.000 (fræðsluferð erlendis ekki innifalin)
Færeyjar 174.165 553.230 727.395 290.395 (66%) 1.900.000 (í samvinnu við Danmörk)
Svíþjóð 335.540 469.756 805.296 368.296 (84%) 1.677.700
Noregur 304.000 684.000 988.000 551.000 (126%) 1.520.000
Ísland 75.000 362.000 437.000   1.171.178 (í samvinnu við England)
Upphæðir eru allar umreiknaðar yfir í íslenskar krónur (des 2010)