• fös. 03. jún. 2011
  • Fræðsla

Yfir 15.000 diskar af Tækniskóla KSÍ afhentir

Upprennandi knattspyrnukonur úr Aftureldingu með Tækniskóla KSÍ
Afturelding

Búið er að dreifa yfir 15.000 eintökum af DVD disknum Tækniskóli KSÍ en disknum er dreift á alla iðkendur í gegnum aðildarfélögin.  Búist er við að dreifingu ljúki í næstu viku en yfir 50 félög hafa þegar dreift disknum á sína iðkendur.

Viðtökurnar hafa verið gríðarlega góðar og hafa landsliðsmenn og konur ásamt landsliðsþjálfurum mætt til félaganna og afhent iðkendum diskinn. 

Disknum er ætlað til að hvetja krakka til þess að gera sjálf æfingar með bolta utan hins hefðbundna æfingatíma og má sjá mörg tilþrifin um þessar mundir á sparkvöllum um allt land.

Upprennandi knattspyrnukonur úr Aftureldingu með Tækniskóla KSÍ