• mið. 01. jún. 2011
  • Landslið

Ísland - Danmörk á laugardaginn - Danski hópurinn

Merki danska knattspyrnusambandsins
DBU

Danir koma með 23 leikmenn til Íslands fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni EM.  Leikið verður á Laugardalsvelli, laugardaginn 4. júní kl. 18:45 og er miðasala í gangi á midi.is.  Alls leika sjö leikmenn hópsins í Hollandi eða jafnmargir og leika í heimalandinu. 

Fimm leikmenn leika í Englandi og þrír í Þýskalandi.  Þá leikur einn leikmaður í grísku deildinni en það er leikreyndasti leikmaður hópsins, Dennis Rommedahl, sem leikur með Olympiakos.  Hann hefur leikið 107 landsleiki og skorað í þeim 19 mörk.

Þá eru í hópnum þrír leikmenn sem einnig munu vera með U21 lið Dana í úrslitakeppni EM síðar í mánuðinum.  Þetta eru þeir Daniel Wass, Mathias Jorgensen og Christian Eriksen.  Til stóð einnig að Simon Kjær mundi leika með U21 liði Dana en hann fékk ekki leyfi til þess hjá félagsliði sínu.

Danski hópurinn:

 

Markverðir Félag L M
Thomas Sorensen Stoke City 93
Stephan Andersen Brondby 8
Kasper Schmeichel Leeds United
Aðrir leikmenn
Bo Svensson Mainz 05 2
Christian Eriksen Ajax 13
Christian Poulsen Liverpool 83 6
Daniel Wass Brondby 2
Dennis Rommedahl Olympiakos 107 19
Jakob Poulsen FC Midtjylland 17 1
Kasper Lorentzen Randers FC 3 1
Lars Jacobsen West Ham 41
Lasse Schone NEC 3 1
Leon Jessen Kaiserslautern 4
Mads Junker Roda 6 1
Mathias Jorgensen FC Kobenhavn 5
Michael Krohn Dehli Brondby 11 1
Morten Skoubo Roda 6 1
Nicklas Bendtner Arsenal 38 12
Niki Zimling NEC 2
Simon Kjær Wolfsburg 16
Simon Poulsen AZ 11
Thomas Enevoldsen Groningen 11 1
William Jorgensen FC Kobenhavn 19
ÞJÁLFARI
Morten Olsen