• mán. 30. maí 2011
  • Dómaramál

Dómarar á CORE námskeiði í Sviss

Birkir Sigurðarson, Gunnar Jarl Jónsson og Gylfi Már Sigurðsson á Core ráðstefnu í Sviss
Core-domarar

Nú í vikunni halda þrír íslenskir dómarar til Sviss á svokallað "CORE" námskeið sem haldið er á vegum UEFA.  Um er að ræða verkefni fyrir unga og efnilega dómara en CORE stendur fyrir "Center of Refereeing Excellence" en þetta verkefni snýr að þjálfun og menntun dómara framtíðarinnar.

Íslensku dómararnir, sem eru þeir Gunnar Jarl Jónsson, Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson, eru að fara í annað skiptið en fyrsta heimsókn þeirra var í nóvember á síðasta ári. 

Þessa viku munu þeir m.a. gangast undir læknisskoðun og þrekpróf sem og þeir munu dæma í deildarkeppni í Sviss eða Frakklandi.  Þá munu þeir fara í gegnum verklegar æfingar með hinum enska Steve Bennett.