Sparkað og skallað í Skagafirði
Athending disksins Tækniskóli KSÍ stendur nú sem hæst og hefur disknum verið gríðarlega vel tekið. Á Sauðárkróki var efnt til Fjölskyldudags knattspyrnudeildar Tindastóls og þangað mættu á heimaslóðir Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari U21 og Hólmar Örn Eyjólfsson leikmaður með hinu frækna U21 liði.
Um 300 manns mættu á þennan fjöskyldudag en þar tóku börn og fullorðnir þátt í ýmsum leikjum tengdum knattspyrnu og allir fengu grillaðar pylsur. Það voru svo Eyjólfur og Hólmar sem afhentu iðkendum yngri flokka diskinn og verður án efa fótbolti um öll tún í Skagafirðinum þetta sumarið.