• fim. 19. maí 2011
  • Landslið

Sóknin til Svíþjóðar er hafin

UEFA EM A-landsliða kvenna
uefa-womens-euro-alm

Stelpurnar okkar í A-landsliði kvenna hófu sókn sína að sæti í úrslitakeppni EM 2012 í Svíþjóð með öruggum 6-0 sigri á Búlgaríu á Laugardalsvellinum í kvöld.  íslenska liðið hafði tögl og haldir í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna og Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fjögur mörk í leiknum og hefur nú skorað 62 mörk fyrrir A-landslið kvenna. 

Fyrsta markið kom strax á 6. mínútu og var margrét Lára þar að verki með skoti úr vítateignum eftir fyrirgjöf.  Rúmlega fimm mínútum síðar tvöfaldaði Sara Björk Gunnarsdóttir forystuna með frábæru langskoti frá vítateig upp í markvinkilinn fjær.  Margrét Lára bætti svo þriðja markinu við á 36. mínútu eftir gott samspil.

Margrét Lára Viðarsdóttir skorar úr vítaspyrnu í leik gegn EistlandiSeinni hálfleikur byrjaði rólega og íslenska liðið virtist hleypa gestunum aðeins inn í leikinn, en eftir að Hólmfríður magnúsdóttir skoraði fallegt mark á 63. mínútu var um algjöra einstefnu að ræða.  Margrét Lára var felld í vítateignum af markverði Búlgara á 72. mínútu, tók vítið sjálf og skoraði örugglega sitt þriðja mark í leiknum.  Fjórða mark Margrétar Láru og sjötta mark Íslands kom svo á lokamínútunni.  Öruggur sigur og þrjú stig í höfn.

Sóknin að sæti í Svíþjóð 2013 er hafin!