• þri. 17. maí 2011
  • Dómaramál

Rúmenskir dómarar á leik Íslands og Búlgaríu

Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum
Islenskir_ahorfendur

Dómarar leiksins Íslands - Búlgaríu í undankeppni EM kvenna, sem fram fer á fimmtudaginn kl. 19:30, koma frá Rúmeníu.  Dómarinn heitir Floarea Cristina Babadac-Ionescu.  Henni til aðstoðar verða þær Petruta Claudia Iugulescu og Carmen Gabriela Morariu.  Fjórði dómari er svo hin alíslenska Guðrún Fema Ólafsdóttir.

Dómaraeftirlitsmaður UEFA á leiknum kemur frá Finnlandi og heitir Katriina Elovirta en eftirlitsmaður UEFA á leiknum Vaiva Zizaite frá Litháen.