Fjölmiðlar á fræðslufundi um knattspyrnulögin
KSÍ bauð fulltrúum fjölmiðla á fræðslufund um knattspyrnulögin í vikunni þar sem farið var yfir ýmis atriði, leikbrot, rangstöðu, hendi eða ekki hendi, og fleiri þætti sem mikið er rætt um í fjölmiðlum sem annars staðar eftir fótboltaleiki.
Magnús Már Jónsson dómarastjóri KSÍ og Gunnar Jarl Jónsson knattspyrnudómari stýrðu fræðslunni.
Fundurinn var fróðlegur og skemmtilegur og í lokin þreyttu fundarmenn próf. Niðurstöðurnar verða ekki gefnar upp hér, en þær voru að öllu jöfnu í góðu lagi. Þess má þó geta að Gunnar Jarl þreytti sjálfur prófið og skoraði að sjálfsögðu hæst.