U17 kvenna - Undirbúningshópur fyrir úrslitakeppni EM valinn
Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið 28 leikmenn í undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM. Þar er Ísland ein fjögurra þjóða en úrslitakeppnin fer fram í Nyon í Sviss, 28. - 31. júlí. Ísland mætir Spánverjum í undanúrslitum en í hinum undanúrslitaleiknum leika Frakkar og Þjóðverjar.