• mið. 11. maí 2011
  • Landslið

A kvenna - Hópurinn gegn Búlgaríu tilkynntur

Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Algarve Cup 2011.
Byrjunarlidid-gegn-Sviumi

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag landsliðshópinn er mætir Búlgaríu í undankeppni EM 2013.  Þetta er fyrsti leikurinn í þessari undankeppni og fer hann fram á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 19. maí kl. 19:30.  Sigurður Ragnar velur 22 leikmenn og þar af eru þrír nýliðar.

Leikurinn er opnunarleikur riðlakeppni EM 2013 og er eini leikurinn í keppninni sem fram fer nú í maí (alþjóðlegur dagur fyrir vináttulandsleiki) en næstu leikir í mótinu fara fram 17. september.  Þetta er í fyrsta skiptið sem þessar þjóðir mætast hjá A landsliði kvenna.

Aðrar þjóðir í riðlinum, auk Íslands og Búlgaríu eru:  Noregur, Belgía, Ungverjaland og Norður Írland.

Hópurinn