Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2011
Á hverju vori fær skrifstofa KSÍ ótalmargar fyrirspurnir um óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð. Ævinlega er félögum bent á að þeim hafi verið tilkynnt um leikbönn með tölvupósti og það sé á þeirra ábyrgð að gæta þess að leikmenn sem eigi eftir að taka út leikbönn geri svo, sbr. reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál:
Agabrot framið á einu keppnistímabili hefur ekki ítrekunaráhrif á því næsta. Ef leikmaður á eftir að taka út agaviðurlög þegar keppnistímabili lýkur, skal það gert í byrjun næsta keppnistímabils viðkomandi leikmanns. Ofangreint nær aðeins til agaviðurlaga vegna brottreksturs en ekki vegna áminninga. Flytjist leikmaður á milli aldursflokka um áramót, skal hann taka út viðurlögin í nýjum aldursflokki.
Skrifstofa KSÍ hefur nú tekið saman lista til upplýsingar fyrir félögin um þá leikmenn í meistaraflokki sem eiga eftir að taka út leikbönn vegna leikja í Íslandsmóti eða bikarkeppni 2010 og er sá listi hér að neðan.
Fyirirvari: Listi þessi er hvorki tilkynning um leikbann né leysir hann leikmann undan leikbanni heldur ber að fara eftir tölvupósti frá aganefnd frá 2010.