U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Svíum
Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið byrjunarliðið er mætir Svíum í lokaleik liðsins í milliriðli EM. Leikið er Póllandi en Ísland hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í Sviss, 28. - 31. júlí.
Byrjunarliðið: (3-5-2)
Markvörður: Arna Lind Kristinsdóttir
Varnarmenn: Glódís Perla Viggósdóttir, Írunn Þorbjörg Aradóttir og Guðrún Arnardóttir
Hægri kantur: Hugrún Elvarsdóttir
Vinstri kantur: Telma Þrastardóttir
Tengiliðir: Lára Einarsdóttir, Rakel Ýr Einarsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir
Framherjar: Guðmunda Brynja Óladóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir, fyrirliði
Lára Kristín Pedersen, Hildur Antonsdóttir og Annar María Baldursdóttir eiga við meiðsli að stríða og verða ekki með í dag.
Leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma og er minnt á beina textalýsingu á heimasíðu UEFA en hana má nálgast hér.
En er bent á Facebooksíðu KSÍ en þar er að finna fréttir, myndir og myndbönd frá hópnum í Póllandi.