Karlalandsliðið niður um eitt sæti
Íslenska karlalandsliðið fellur niður um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun. Ísland er nú í 115. sæti en sem fyrr eru Spánverjar í efsta sætinu og Hollendingar sitja áfram í öðru sæti.
Af mótherjum Íslendinga í undankeppni EM er það að frétta að Portúgal er í 8. sæti, Norðmenn í 11. sæti, Danir í 28. sæti og Kýpur situr í 89. sæti.