Ólöglegur leikmaður með Grundarfirði
Í samræmi við grein 10.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ásgeir Ragnarsson lék ólöglegur með Grundarfirði í leik Grundarfjarðar og Álftaness í Lengjubikar karla, þann 2. apríl síðastliðinn. Leikmaðurinn var skráður í Snæfell.
Í samræmi við ofangreinda reglugerð standa úrslit leiksins óbreytt.