Ólöglegir leikmenn með Hetti
Í samræmi við grein 10.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Geisli Hreinsson og Arnar Jóel Rúnarsson léku ólöglegir með Hetti í leik Leiknis F. og Hattar í Lengjubikar karla, þann 26. mars síðastliðinn. Leikmennirnir voru skráðir í Spyrni.
Í samræmi við ofangreinda reglugerð eru úrslit leiksins skráð, 0 - 3.