Knattspyrnunámskeið fyrir fatlaða og þroskahamlaða krakka og unglinga
Íþróttafélagið Öspin og Knattspyrnufélagið Víkingur hafa tekið höndum saman og verða með knattspyrnunámskeið í sumar fyrir fatlaða og þroskahamlaða. Námskeiðin eru ætluð fyrir börn og unglinga
Hér er um að ræða 2 tveggja vikna námskeið og er fyrra námskeiðið frá 11. júlí - 22. júlí en það síðara frá 25. júlí - 5. ágúst. Standa þau yfir frá mánudegi til föstudags en ekki er kennt um helgar.
Markmið námskeiðsins eru:
· Bæta grunntækni í knattspyrnu
· Stuðla að heilsusamlegri hreyfingu
· Stuðla að góðum félagsskap
· Auka áhuga á knattspynu og hreyfingu almennt
· Stuðla að jákvæðri upplifun af knattspyrnu og hreyfingu
· Að allir skemmti sér og læri eitthvað
Nánari upplýsingar veitir Darri McMahon í síma 867 8049 eða Ólafur Ólafsson sími 899 8164. Einnig er hægt að senda tölvupóst ospin@ospin.is