U19 kvenna - Þjóðverjar of sterkir
Stelpurnar í U19 töpuðu lokaleik sínum í milliriðli EM sem leikinn var í Wales. Mótherjarnir í dag voru hið sterka lið Þjóðverja sem fóru með sigur af hólmi, 3 - 0. Staðan í leikhléi var 2 - 0 og með sigrinum tryggðu Þjóðverjar sér efsta sæti milliriðilsins og sæti í úrslitakeppninni í sumar.
Okkar stúlkur börðust af krafti allan leikinn en lið Þjóðverja var gríðarlega sterkt og unnu sanngjarnan sigur.
Í hinum leik riðilsins sigruðu heimastúlkur í Wales lið Tyrkja, 1 - 0 og enduðu þar með í öðru sæti riðilsins.