U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Þjóðverjum
Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Þjóðverjum í lokaleik liðsins í milliriðli EM. Ólafur teflir fram sama byrjunarliði og hóf sigurleikinn gegn Wales. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.
Byrjunarliðið:
Markvörður: Birna Berg Haraldsdóttir
Hægri bakvörður: Hildur Sif Hauksdóttir
Vinstri bakvörður: Anna María Baldursdóttir
Miðverðir: Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði og Rebekka Sverrisdóttir
Tengiliðir: Fjolla Shala, Heiða Dröfn Antonsdóttir og Hildur Antonsdóttir
Hægri kantur: Katrín Ásbjörnsdóttir
Vinstri kantur: Sóley Guðmundsdóttir
Framherji: Sigrún Ella Einarsdóttir
Þjóðverjar eru í efsta sæti riðilsins með fjögur stig en Ísland og Tyrkland hafa þrjú stig. Íslendingar þurfa á sigri að halda í dag til þess að eiga möguleika á efsta sætinu sem gefur sæti í úrslitakeppninni í sumar. Einnig þarf að treysta á að Tyrkir beri ekki sigurorð af heimastúlkum í Wales.