U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Wales
Stelpurnar í U19 leika sinn annan leik í milliriðlinum fyrir EM á morgun, laugardag. Mótherjarnir eru heimastúlkur í Wales en Ísland beið lægri hlut gegn Tyrkjum í fyrsta leiknum, 1 - 3.
Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið og teflir hann m.a fram systrum á miðjunni þeim Heiðu Dröfn og Hildi Antonsdóttur. Heiða leikur með Fylki en systir hennar Hildur, sem er 15 ára, leikur með Val.
Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og á sama tíma leika Þýskaland og Tyrkland. Heimastúlkur í Wales og Þýskaland gerðu jafntefli í fyrstu umferðinni, 1 - 1.
Byrjunarliðið er þannig skipað:
Markvörður: Birna Berg Haraldsdóttir
Hægri bakvörður: Hildur Sif Hauksdóttir
Vinstri bakvörður: Anna María Baldursdóttir
Miðverðir: Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði og Rebekka Sverrisdóttir
Tengiliðir: Fjolla Shala, Heiða Dröfn Antonsdóttir og Hildur Antonsdóttir
Hægri kantur: Katrín Ásbjörnsdóttir
Vinstri kantur: Sóley Guðmundsdóttir
Framherji: Sigrún Ella Einarsdóttir
Minnt er á beina textalýsingu á heimasíðu UEFA sem hægt er að nálgast hér.