• fim. 31. mar. 2011
  • Landslið

U19 kvenna - Leikið við Tyrki í dag

Byrjunarlið Íslands gegn Búlgaríu
Byrjunarlid-gegn-Bulgariu

Stelpurnar í U19 leika í dag fyrsta leik sinn í milliriðli EM en leikið er í Wales.  Mótherjarnir í dag eru Tyrkir en hinar þjóðirnar í riðlinum eru heimastúlkur og Þjóðverjar.  Leikur Íslands hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma og á eftir leika Wales og Þýskaland.

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag og er það þannig skipað:

Markvörður: Birna Berg Haraldsdóttir

Hægri bakvörður: Hildur Sif Hauksdóttir

Vinstri bakvörður: Sóley Guðmundsdóttir

Miðverðir: Hanna María Jóhannsdóttir og Rebekka Sverrisdóttir

Tengiliðir: Arna Sif Ásgrímsdóttir, Fjolla Shala og Katrín Ásbjörnsdóttir

Hægri kantur: Sigrún Ella Einarsdóttir

Vinstri kantur: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Framherji: Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Hægt er að fylgjast með textalýsingu af leiknum, eins og öðrum leikjum riðilsins, á heimasíðu UEFA