• mið. 30. mar. 2011
  • Landslið

U17 karla - Tap gegn Rússum í lokaleiknum

UEFA EM U17 karla
U17_Portrait_Master_Dark_cmyk-01

Strákarnir í U17 töpuðu lokaleik sínum í milliriðli EM en leikið var í Ungverjalandi.  Rússar voru mótherjarnir og lauk leiknum 2 - 0 Rússum í vil og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik.  Þrátt fyrir ágætar tilraunir tókst strákunum ekki að minnka muninn og ekki bætti úr skák að tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið undir lok leiksins.

Það voru Rúmenar sem að urðu efstir í riðlinum og tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppninni í sumar.  Ísland endaði í fjórða sætinu í þessum hörkuriðli með eitt stig, sem kom á móti Rúmenum.