• sun. 27. mar. 2011
  • Landslið

U21 karla - Fjórir leikmenn bætast við hópinn

Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010
Isl-Thys_U21_2010_008

Fjórir leikmenn bætast við hópinn hjá U21 karla fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi sem fram fer í Preston á morgun, mánudag.  Við hópinn bætast þeir Alfreð Finnbogason, Arnór Smárason, Birkir Bjarnason og Guðmundur Kristjánsson en þeir voru með A landsliðshópnum sem lék á Kýpur.  Þá mun markvörðurinn Haraldur Björnsson einnig koma í hópinn að nýju.

Leikurinn verður leikinn á Deepdale, heimavelli Preston North End sem leikur í hinni skemmtilegu Championship deild í Englandi.  Hópurinn gistir hinsvegar Bolton nánar tiltekið á hóteli sem staðsett er á Reebook vellinum, heimavelli Bolton Wanderes.  Vel fer um hópinn og menn bíða í ofvnæni eftir að mæta sterku liði Englendinga.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland og England mætast í landsleik hjá þessum aldursflokki en, sem kunnugt er, er leikurinn liður í undirbúningi liðanna fyrir úrslitakeppni EM U21 karla sem fram fer í Danmörku í sumar.

Liðið æfði á í morgun á æfingasvæði Wigan og í kvöld verður svo æfing á keppnisvellinum.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og verður seinni hálfleikur í beinni útsendingu hjá Ríkissjónvarpinu.