• lau. 26. mar. 2011
  • Landslið

Tveggja marka tap gegn Ungverjum

UEFA EM U17 karla
U17_Landscape_Master_Dark_cmyk-01

U17 landslið karla tapaði 0-2 fyrir Ungverjum í milliriðli EM í dag, en riðillinn er einmitt leikinn í Ungverjalandi.  Þetta tap þýðir því miður að drengirnir okkar eiga ekki möguleika á að komast áfram í úrslitakeppnina.  Aðeins efsta liðið fer áfram í keppninni.

Mörk Ungverja í leiknum komu sitt hvorum megin við hálfleikinn, það fyrra á annarri mínútu uppbótartíma í fyrri hálfleik og það seinna eftir aðeins tveggja mínútna leik í þeim síðari.

Í hinum leik riðilsins lögðu Rúmenar Rússa með tveimur mörkum gegn einu.  Ísland mætir Rússlandi í lokaumferðinni, sem fram fer á þriðjudag.  Rússar og Ungverjar eiga enn möguleika á að komast áfram, en Rúmenar eru efstir og því í bestu stöðunni.