Viðurlög vegna leyfiskerfis 2011
Samkvæmt afgreiðslu leyfisráðs 14. mars á umsóknum félaga um þátttökuleyfi 2011 uppfylltu þrjú félög ekki kröfu um menntun unglingaþjálfara. Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 25. mars var fjallað um málið og var ákveðið að beita viðurlögum í samræmi við lið 8.1. í leyfisreglugerð KSÍ.
e) Forsendur sem leiða til viðurlaga ef þær eru ekki uppfylltar.
Ef forsenda, sem er skilgreind þannig að það leiðir aðeins til viðurlaga ef
hún er ekki uppfyllt (sbr. greinar 16.2, 16.3 og 16.4), er ekki uppfyllt
skal taka mið af eftirfarandi viðurlögum:
- Fyrsta skipti, viðvörun.
- Annað skipti, áminning og sekt að upphæð allt að kr 25.000.
- Eftir það, áminning og sekt að upphæð allt að kr 50.000.
Ítrekunarkvöð fellur niður ef forsendan hefur verið uppfyllt í 2 ár
samfleytt.
Í samræmi við ofangreint ákvæði var Fjölni, ÍBV og Keflavík veitt viðvörun þar sem um
fyrsta brot var að ræða.