U17 karla - Leikið gegn Rúmenum í dag
Strákarnir í U17 hefja í dag leik í milliriðli fyrir EM en leikið er í Ungverjalandi. Ísland leikur sinn fyrsta leik gegn Rúmenum og hefst leikurinn kl. 14:00 að íslenskum tíma. Hin liðin í riðlinum, Ungverjaland og Rússland, mætast svo kl. 16:00.
Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag og er það þannig skipað:
Markvörður: Bergsteinn Magnússon
Hægri bakvörður: Aron Grétar Jafetsson
Vinstri bakvörður: Aran Nganpanya
Miðverðir: Sindri Snæfells Kristinsson og Hjörtur Hermannsson, fyrirliði
Tengiliðir: Orri Sigurður Ómarsson og Oliver Sigurjónsson
Sóknartengiliður: Aron Elís Þrándarson
Hægri kantur: Árni Vilhjálmsson
Vinstri kantur: Ívar Örn Jónsson
Framherji: Óli Pétur Friðþjófsson
Heimamenn verða svo mótherjarnir á laugardaginn og síðasti leikur riðilsins er gegn Rússum, þriðjudaginn 29. mars.