U17 karla - Jafntefli gegn Rúmenum í fyrsta leik
Strákarnir í U17 gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum í milliriðli fyrir EM en riðillinn er leikinn í Ungverjalandi. Mótherjarnir í fyrsta leiknum voru Rúmenar og lauk leiknum með markalausu jafntefli.
Þrátt fyrir að mörkin létu á sér standa var leikurinn nokkuð fjörugur og bæði lið sköpuðu sér ágætis færi. Rúmenar voru heldur meira með boltann en íslenska liðið átti þó, ef eitthvað var, heldur fleiri færi í leiknum.
Ágætis byrjun hjá strákunum í þessum hörkuriðli en næsti leikur liðsins verður gegn heimamönnum í Ungverjalandi á laugardaginn.