Tvær æfingar á Kýpur í dag
Íslenska karlalandsliðið mun æfa tvisvar í dag en liðið undirbýr sig nú fyrir leikinn gegn Kýpur í undankeppni EM. Liðið æfði í gær og í dag verða tvær æfingar. Vel fer um hópinn og aðstæður hinar ágætustu þó svo að vel hafi rignt á æfingunni í gær.
Allir leikmenn hópsins verða með á æfingunum í dag að undanskildum Ingvari Kale, markverði, sem missteig sig á æfingu í gær og mun því hvíla í dag.
Leikurinn við Kýpur verður á laugardaginn og hefst kl. 18:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.