• þri. 22. mar. 2011
  • Landslið

Þrjú landslið héldu utan í morgun

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Þrjú íslensk landslið héldu utan í morgun en þau verða öll í eldlínunni næstu daga.  A landslið karla leikur á Kýpur í undankeppni EM, laugardaginn 26. mars.  Þá leikur U21 karla tvo vináttulandsleiki, gegn Úkraínu í Kænugarði 24. mars og gegn Englandi í Preston, 28. mars. 

Loks hélt U17 karla áleiðis til Ungverjalands þar sem það leikur gegn heimamönnum, Rússum og Rúmenum í milliriðli EM.  Fyrsti leikur liðsins verður gegn Rúmenum 24. mars. Ein breyting hefur verið gerð á U17 hópnum. Stefán Þór Pálsson úr ÍR hefur verið valinn í hópinn í stað Fjalars Sigurðarsonar sem er meiddur.

Þá mun U19 kvenna leika í milliriðli EM 31. mars - 5. apríl en sá riðill fer fram í Wales.  Mótherjarnir þar verða, auk heimastúlkna, Tyrkland og Þýskaland. 

Lokahnykkinn í þessari hrinu, sem A landslið kvenna hóf fyrr í þessum mánuði á Algarve, eiga svo stelpurnar í U17 en þær leika í milliriðli EM í Póllandi þar sem þær mæta Svíum, Englendingum og heimastúlkum. 

Það eru því margir spennandi leikir framundan hjá landsliðum okkar sem gaman verður að fylgjast með.