Tvær breytingar á hópnum hjá U21 karla
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á hópnum er leikur tvo vináttulandsleiki gegn Úkraínu og Englandi, 24. og 28. mars. Eyjólfur hefur valið þá Eið Aron Sigurbjörnsson og Jóhann Laxdal í hópinn og koma þeir í stað Hjörts Loga Valgarðssonar og Skúla Jóns Friðgeirssonar sem eru meiddir.