Breyting á reglugerð um búnað knattspyrnuliða
Á stjórnarfundi KSÍ, 18. mars síðastliðinn, var samþykkt breyting á reglugerð um búnað knattspyrnuliða. Með breytingunni er félögum heimilt að setja eina auglýsingu til viðbótar á barmi búnings auk þess sem heimilt er að merki framleiðanda íþróttafatnaðarins má birtast á barmi.
Bréf um þessa breytingu hefur verið sent á aðildarfélög KSÍ.