• fös. 18. mar. 2011
  • Leyfiskerfi

Öll félögin komin með þátttökuleyfi

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Leyfisráð fundaði á fimmtudag og fór yfir leyfisgögn fjögurra félaga, sem gefinn hafði verið frestur til að ljúka útistandandi málum frá öðrum fundi ráðsins, síðastliðinn mánudag.  Félögunum fjórum var öllum veitt þátttökuleyfi. 

Áður hafði 13 félögum verið veitt leyfi á fundi ráðsins 8. mars og 7 félögum þann 14. mars. 

Félög sem fengu þátttökuleyfi á fimmtudag:

  • BÍ/Bolungarvík
  • Fylkir
  • Haukar
  • HK

Nokkur félög fengu ábendingar vegna nýrra greina um þjálfaramenntun í leyfisreglugerðinni, en gefin er árs aðlögun áður en þær greinar verða keyrðar af fullum krafti.  Félögunum var bent á að menntun þjálfara verður skilyrðislaust að uppfylla allar kröfur eins fljótt og mögulegt er, miðað við framboð KSÍ á námskeiðum.  Þá var þeim tilmælum beint til nokkurra félaga að fylgjast með endurmenntun þjálfara sinna vegna útrunninna þjálfaraskírteina