Landsliðshópar A karla og U21 karla tilkynntir í dag
Í dag kl. 13:15 fer fram blaðamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ þar sem Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnir hópinn sem leikur gegn Kýpur í undankeppni EM. Leikurinn fer fram ytra, laugardaginn 26. mars. Einnig verður tilkynntur hópurinn hjá U21 karla sem leikur vináttulandsleiki gegn Úkraínu og Englandi.
Leikurinn gegn Úkraínu fer fram í Kænugarði, 24. mars en leikið verður gegn Englandi í Preston, mánudaginn 28. mars.