• mán. 14. mar. 2011
  • Landslið

Dregið í undankeppni Evrópumóts kvenna í dag

UEFA
uefa_merki

Í dag verður dregið í undankeppni Evrópumóts kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon.  Ísland er að sjálfsögðu í pottinum og er í 2. styrkleikaflokki.  Úrslitakeppnin fer fram í Svíþjóð 2013 og verða 38 þjóðir í pottinum sem keppa um 11 sæti í úrslitakeppninni.

Dregið verður í sjö riðla og fara sigurvegararnir beint áfram ásamt þeirri þjóð er verður með bestan árangur í öðru sæti riðlanna.  Hinar sex þjóðirnar er hafna í öðru sæti leika svo umspilsleiki um síðustu þrjú sætin.  Tólfta sætið í úrslitakeppninni er svo frátekið fyrir gestgjafana í Svíþjóð.

Fjórir riðlanna verða skipaðir fimm þjóðum og þrír munu vera með sex þjóðir.  Hægt er að sjá upplýsingar um dráttinn og styrkleikaflokkana hér á heimasíðu UEFA